Jöklar hafa undanfarin ár rýrnað um alla jörð og hinar stóru ísbreiður Grænlands og Suðurskautslandsins leggja sífellt meira til hækkunar heimshafanna. Snjóa leysir fyrr að vori á norðurslóðum, bráðnun sífrera í fjöllum leiðir til aukinnar skriðuhættu og útbreiðsla hafíss fer minnkandi í Norðurhöfum.
Þessi ummerki hlýnandi loftslags eru vel þekkt og á ráðstefnunni Cryosphere 2022, sem haldin verður í Hörpu dagana 21.-26.ágúst nk. munu vísindamenn frá flestum heimsálfum kynna nýjustu niðurstöður rannsókna á þessu sviði. Freðhvolfið (e. cryosphere*) nær yfir allt frosið vatn á jörðinni og er það nýlunda að fjalla um alla þessa þætti á sömu ráðstefnunni. Til stóð að halda ráðstefnuna á 100 ára afmælisári Veðurstofu Íslands árið 2020 en heimsfaraldurinn setti strik í reikninginn í tvígang.
Meðal samstarfs- og stuðningsaðila hérlendis eru Jarðvísindastofnun Háskólans, Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið, Utanríkisráðuneytið og Landsvirkjun. Fjölmargar erlendar rannsóknastofnanir og vísindafélög eiga fulltrúa í vísindanefnd og ritnefnd á vegum ráðstefnunnar og koma að skipulagningu hennar. Má þar m.a. nefna Alþjóðaveðurmálastofnunina (WMO) og alþjóðasambönd jöklafræðinga (IGS) og vatnafræðinga (IAHS).
Á fyrsta degi ráðstefnunnar verða flutt yfirlitserindi um rýrnun stóru ísbreiðanna, hlýnandi veðurfar og loftslagssögu. Fjallað verður um áhrif hlýnunar á vatnafar á norðurslóðum, rætt um útbreiðslu og þykkt hafíss og gerð grein fyrir sambúð norðurskautsþjóða við veröld ísa og snjóa um aldaraðir. Skyggnst verður um í Himalayafjöllum og gerð grein fyrir áhrifum hlýnunar á afrennsli til stórfljóta Asíu. Einn forystumanna milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál (IPCC) mun gera grein fyrir nýjustu niðurstöðum nefndarinnar.
Sérhæfð erindi verða flutt frá þriðjudegi til föstudags og er gert ráð fyrir að um 150 vísindamenn taki til máls á ráðstefnunni, auk þess sem niðurstöður margvíslegra rannsókna verða kynntar með um 170 veggspjöldum. Ráðstefnan og efniviður hennar er mikilvægt tækifæri til að móta framtíðarstefnu með samtali fulltrúa ríkisstjórna, alþjóðastofnana og vísindafélaga og styðja framgang málefna sem varða freðhvolfið innan WMO undir formerkjum Global Cryosphere Watch (GCW).
Viðfangsefni ráðstefnunnar verða kynnt með daglegum pistlum sem verða birtir á vefsíðu ráðstefnunnar á íslensku og ensku. Einnig verða nokkrar viðburðir á dagskrá í ráðstefnuvikunni, opnir öllum áhugasömum um freðhvolfið og loftslagsbreytingar. Upptaktur að ráðstefnunni verður myndasýning og erindi sem James Balog, ljósmyndari og rithöfundur flytur, sunnudaginn 21. ágúst kl.16-17.30 í Silfurbergi í Hörpu. Erindið er öllum opið og er aðgangur ókeypis. James Balog hefur um áratuga skeið unnið að skrásetningu á breytingum á náttúrunni og meðal þekktustu verka hans eru margverðlaunaðar kvikmyndir, Chasing Ice ogThe Human Element, og bókin ICE: Portraits of Vanishing Glaciers. Hann er stofnandi og framkvæmdastjóri Earth Vision Institute og Extreme Ice Survey. Teymi hans hefur rekið myndavélar um 15 ára skeið fyrir framan nokkra skriðjökla á Íslandi, sjá nánar Extreme Ice Survey - A program of Earth Vision Institute - Extreme Ice Survey.
Mánudagskvöldið 22. ágúst kl. 20:00 verður efnt til opins fræðslukvölds á veitingastaðnum Bryggjan brugghús. Þar munu vísindamennirnir Eric Rignot (Frakkland/Kaliforníuháskóli í Irvine), Guðfinna Aðalgeirsdóttir (Háskóla Íslands), Jason Box (USA/GEUS í Danmörku) og Michael Zemp (Sviss/WGMS) lýsa áskorunum og raunum vísindamanna við vettvangsvinnu og greina gestum frá ástandi jökla á jörðinni. Erindin verða flutt á ensku.
Þriðjudagskvöldið 23. ágúst kl. 20.30 verður flutt erindi á íslensku í Stjörnuverinu í Perlunni. Guðmundur Hilmar Guðmundsson jöklafræðingur við Háskólann í Newcastle á Englandi mun fjalla um Suðurskautsjökulinn, núverandi þróun hans og líklegar breytingar í framtíð. Fyrirlesturinn er öllum opinn og geta gestir einnig skoðað sýningar Náttúruminjasafnsins á 2. hæð, Vatnið í Náttúru Íslands og Vorferð, sýningu um sögu Jöklarannsóknafélagsins.
*Cryosphere er alþjóðlegt heiti sem látið er ná yfir allt frosið vatn á hnettinum, hvort sem um er að ræða snjó, lagnaðarís, hafís, klaka í jörð eða jökulís. Á íslensku hefur orðið freðhvolf verið notað, sbr. steinhvolfið (skorpuna) í efstu lögum jarðar.
Aenean quis pharetra orci. Sed sagittis tempus eros mollis lobortis. Aliquam eu elementum orci. Proin sit amet ultrices justo. Pellentesque at purus ipsum. Cras vitae magna id odio luctus blandit et eu tellus. In cursus laoreet pharetra. Morbi vitae neque risus. Quisque porta interdum neque quis rutrum. Mauris congue neque et malesuada elementum. Quisque condimentum semper scelerisque.Suspendisse eget ligula ullamcorper, aliquet arcu eget, feugiat magna. Morbi viverra fermentum sem, ut cursus ante egestas et. Suspendisse condimentum, elit ut sodales interdum, lectus arcu dignissim ante.
Aenean quis pharetra orci. Sed sagittis tempus eros mollis lobortis. Aliquam eu elementum orci. Proin sit amet ultrices justo. Pellentesque at purus ipsum. Cras vitae magna id odio luctus blandit et eu tellus. In cursus laoreet pharetra. Morbi vitae neque risus. Quisque porta interdum neque quis rutrum. Mauris congue neque et malesuada elementum. Quisque condimentum semper scelerisque.Suspendisse eget ligula ullamcorper, aliquet arcu eget, feugiat magna. Morbi viverra fermentum sem, ut cursus ante egestas et. Suspendisse condimentum, elit ut sodales interdum, lectus arcu dignissim ante.